Sterk tengsl eru á milli tíðahvarfahormóna og brjóstakrabbameins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 12:15 Konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Framkvæmdastjóri krabbameinsskrár segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar staðfesta að sterkt samband er á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins. „Það er mjög háð tíma hversu lengi maður tekur hormónana og þá hversu mikil áhættuaukningin er. Þannig er að ef maður tekur hormónana í eitt ár eða minna þá er ekki að sjá neina aukningu. En ef þú ert kominn upp í eitt til fjögur ára notkun þá er áhættuaukningin sextíu prósent og fimm til fjórtán ára notkun þá er tvöföld áhætta á að fá brjóstakrabbamein,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Hún segir niðurstöðurnar ekki hafa komið á óvart. „Það hefur lengi verið vitað að það eykst brjóstakrabbameinsáhætta við inntöku tíðahvarfahormóna en hversu mikið hefur ekki verið eins skýrt fyrr en núna,“ sagði Laufey. Allar gerðir tíðahvarfahormóna nema estrógen skeiðatöflur tengdust aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Áhættan er þó ekki eins há ef hormónatakan hefst fyrir sextíu ára aldur. „Það var áætlað að af hverjum fimmtíu til sjötíu konum sem byrja að taka hormónablendur um fimmtugt og nota lyfin í fimm ár, þá fái ein kona af þessum fimmtíu til sjötíu brjóstakrabbamein í tengslum við þessa hormónatöku fyrir sjötíu ára aldur,“ sagði Laufey. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Framkvæmdastjóri krabbameinsskrár segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar staðfesta að sterkt samband er á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins. „Það er mjög háð tíma hversu lengi maður tekur hormónana og þá hversu mikil áhættuaukningin er. Þannig er að ef maður tekur hormónana í eitt ár eða minna þá er ekki að sjá neina aukningu. En ef þú ert kominn upp í eitt til fjögur ára notkun þá er áhættuaukningin sextíu prósent og fimm til fjórtán ára notkun þá er tvöföld áhætta á að fá brjóstakrabbamein,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Hún segir niðurstöðurnar ekki hafa komið á óvart. „Það hefur lengi verið vitað að það eykst brjóstakrabbameinsáhætta við inntöku tíðahvarfahormóna en hversu mikið hefur ekki verið eins skýrt fyrr en núna,“ sagði Laufey. Allar gerðir tíðahvarfahormóna nema estrógen skeiðatöflur tengdust aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Áhættan er þó ekki eins há ef hormónatakan hefst fyrir sextíu ára aldur. „Það var áætlað að af hverjum fimmtíu til sjötíu konum sem byrja að taka hormónablendur um fimmtugt og nota lyfin í fimm ár, þá fái ein kona af þessum fimmtíu til sjötíu brjóstakrabbamein í tengslum við þessa hormónatöku fyrir sjötíu ára aldur,“ sagði Laufey.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira