Innlent

Sterk tengsl eru á milli tíðahvarfahormóna og brjóstakrabbameins

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein
Konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein
Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Framkvæmdastjóri krabbameinsskrár segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart.Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar staðfesta að sterkt samband er á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins.„Það er mjög háð tíma hversu lengi maður tekur hormónana og þá hversu mikil áhættuaukningin er. Þannig er að ef maður tekur hormónana í eitt ár eða minna þá er ekki að sjá neina aukningu. En ef þú ert kominn upp í eitt til fjögur ára notkun þá er áhættuaukningin sextíu prósent og fimm til fjórtán ára notkun þá er tvöföld áhætta á að fá brjóstakrabbamein,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.Hún segir niðurstöðurnar ekki hafa komið á óvart.„Það hefur lengi verið vitað að það eykst brjóstakrabbameinsáhætta við inntöku tíðahvarfahormóna en hversu mikið hefur ekki verið eins skýrt fyrr en núna,“ sagði Laufey.Allar gerðir tíðahvarfahormóna nema estrógen skeiðatöflur tengdust aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Áhættan er þó ekki eins há ef hormónatakan hefst fyrir sextíu ára aldur.„Það var áætlað að af hverjum fimmtíu til sjötíu konum sem byrja að taka hormónablendur um fimmtugt og nota lyfin í fimm ár, þá fái ein kona af þessum fimmtíu til sjötíu brjóstakrabbamein í tengslum við þessa hormónatöku fyrir sjötíu ára aldur,“ sagði Laufey.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.