Fótbolti

Rússar gera tilboð í Samúel Kára

Anton Ingi Leifsson skrifar
Samúel Kári á landsliðsæfingu.
Samúel Kári á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm
Landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson er eftirsóttur en Fótbolti.net greinir frá því að félag frá Rússlandi vilja klófesta miðjumanninn.

Samúel Kári er nú á mála hjá Víking í norsku úrvalsdeildinni en hann er þar á láni frá öðru norsku úrvalsdeildarfélagi, Valerenga.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Samúels, sagði í samtali við Fótbolta.net að rússneska félagið hafi gert tvö tilboð í Samúel. Báðum hafi þó verið hafnað.

Þriðja tilboðið gæti komið að sögn Ólafs en menn þurfa að hafa hraðar hendur því félagaskiptaglugganum í Rússlandi lokar á mánudag.

Nýliðarnir í Viking hafa gert fína hluti það sem af er leiktíðinni og eru þeir í 8. sætinu eftir nítján leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×