Innlent

Leigubílstjóra hótað með sprautunál í Árbænum

Andri Eysteinsson skrifar
Nokkur erill var hjá lögreglunni í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm

Leigubílstjóri í Reykjavík tilkynnti lögreglu í nótt um greiðsluvik og hótanir í Árbænum. Hafði leigubílstjórinn ekið pari að ákveðnu húsi en þegar kom að greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni á meðan að konan, vopnuð sprautunál, hótaði að stinga hann.

Lögreglu var tilkynnt um málið og er það nú í rannsókn.

Töluvert var um ofurölvun eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu, alls voru afskipti höfð af fjórum sökum ölvunar. Einn ökumaður er grunaður um ölvun undir stýri.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðnænum. Árásarþoli hlaut áverka á kviði og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.