Fótbolti

Casillas gæti spilað með Porto á tímabilinu þrátt fyrir hjartaáfall fyrir þremur mánuðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Iker Casillas.
Iker Casillas. vísir/getty

Iker Casillas gæti snúið óvænt til baka á fótboltavöllinn með Porto þrátt fyrir að hafa fengið hjartaáfall í maí síðastliðnum.

Spænski markvörðurinn hneig niður á æfingu Porto í maí og var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er á góðum batavegi.

Porto fékk Agustin Marchesin til liðsins í sumar sem arftaka Casillas en það er þó ekki útilokað að Casillas muni leika með Porto á þessari leiktíð.

Casillas hefur verið að æfa vel með þjálfarateymi Porto og hann hefur einnig verið skráður í leikmannahóp Porto fyrir leiktíðina í portúgölsku úrvalsdeildinni.

Hann hefur sjálfur ekki gefið það út að hann sé hættur og hefur sagt að hann vilji hætta á sínum forsendum.

Félagið og Casillas hafa þó komist að samkomulagi um að ræða málin í desember en það væri magnað ef þessi frábæri markvörður gæti snúið aftur á völlinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.