Fótbolti

Casillas gæti spilað með Porto á tímabilinu þrátt fyrir hjartaáfall fyrir þremur mánuðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Iker Casillas.
Iker Casillas. vísir/getty
Iker Casillas gæti snúið óvænt til baka á fótboltavöllinn með Porto þrátt fyrir að hafa fengið hjartaáfall í maí síðastliðnum.

Spænski markvörðurinn hneig niður á æfingu Porto í maí og var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er á góðum batavegi.

Porto fékk Agustin Marchesin til liðsins í sumar sem arftaka Casillas en það er þó ekki útilokað að Casillas muni leika með Porto á þessari leiktíð.







Casillas hefur verið að æfa vel með þjálfarateymi Porto og hann hefur einnig verið skráður í leikmannahóp Porto fyrir leiktíðina í portúgölsku úrvalsdeildinni.

Hann hefur sjálfur ekki gefið það út að hann sé hættur og hefur sagt að hann vilji hætta á sínum forsendum.

Félagið og Casillas hafa þó komist að samkomulagi um að ræða málin í desember en það væri magnað ef þessi frábæri markvörður gæti snúið aftur á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×