Innlent

Ræsa þurfti gamla Herjólfi vegna bilunar í þeim nýja

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá fyrstu siglingu Nýja Herjólfs.
Frá fyrstu siglingu Nýja Herjólfs. Vísir/Magnús Hlynur
Bilun kom upp í nýja Herjólfi í dag sem varð þess valdandi að ræsa þurfti gamla Herjólf til að halda áætlun á milli Landeyja og Vestmannaeyja. 

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs segir bilun hafa komið upp í búnaði sem stýrir hlera í nýja Herjólfi þar sem bílum er hleypt inn. Guðbjartur segir að skipinu hafi verið siglt aftur til Vestmannaeyja þar sem gert var við búnaðinn og sigldi nýi Herjólfur aftur á milli Vestmannaeyja og Landeyja klukkan hálf átta í kvöld. 

Segir Guðbjartur að svona hnökrar séu eðlilegar þegar svo stórt og umfangsmikið skip er tekið í rekstur. „Þetta er mjög eðlilegt fyrir þá sem gera út og reka skip,“ segir Guðbjartur.

Áætlunarferðir á til Vestmannaeyja með Herjólfi eru nokkuð stífar að sögn Guðbjarts og kom sér vel að geta gripið til gamla Herjólfs til að halda henni. Herjólfur ofh. er enn með gamla Herjólf á leigu og mun halda honum í vetur á meðan reynsla fæst á nýja Herjólf í vetrarveðri.

Nýi Herjólfur verður tekinn á slipp á Akureyri í september þar sem framleiðandi skipsins mun gera við stöðugleikaugga þess. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.