Innlent

Bilaður bátur tekinn í tog við Húnaflóa

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá Þór teyma fiskibátinn áfram.
Hér má sjá Þór teyma fiskibátinn áfram. Landhelgisgæslan

Þór, eitt varðskipa Landhelgisgæslunnar, sótti í morgun fiskibát á Húnaflóa. Var stýrisvél bátsins biluð og því hafði skipstjóri hans samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

„Varðskipið Þór var þá í næsta nágrenni og hæg heimatökin að draga fiskibátinn í land. Varðskipsmenn brugðust hratt við og laust fyrir klukkan sjö í morgun var búið að koma línu fyrir á milli skipanna,“ segir í nýbirtri færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar.

Þar kemur einnig fram að Þór sigli nú í átt að landi með bátinn í togi og er gert ráð fyrir að komið verði í land um hádegisbil.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.