Innlent

Bilaður bátur tekinn í tog við Húnaflóa

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá Þór teyma fiskibátinn áfram.
Hér má sjá Þór teyma fiskibátinn áfram. Landhelgisgæslan
Þór, eitt varðskipa Landhelgisgæslunnar, sótti í morgun fiskibát á Húnaflóa. Var stýrisvél bátsins biluð og því hafði skipstjóri hans samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

„Varðskipið Þór var þá í næsta nágrenni og hæg heimatökin að draga fiskibátinn í land. Varðskipsmenn brugðust hratt við og laust fyrir klukkan sjö í morgun var búið að koma línu fyrir á milli skipanna,“ segir í nýbirtri færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar.

Þar kemur einnig fram að Þór sigli nú í átt að landi með bátinn í togi og er gert ráð fyrir að komið verði í land um hádegisbil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×