Kolbeinn og félagar í erfiðri stöðu eftir tveggja marka tap á Celtic Park

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn í leik með AIK.
Kolbeinn í leik með AIK. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK sem tapaði fyrir Celtic, 2-0, í Glasgow í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.Staðan í hálfleik var markalaus en á 48. mínútu kom James Forrest Celtic yfir.Kolbeinn var tekinn af velli á 72. mínútu. Aðeins mínútu síðar skoraði Odsonne Edouard annað mark skosku meistaranna.Fleiri urðu mörkin ekki og Celtic fagnaði góðum sigri. Seinni leikur liðanna fer fram í Svíþjóð eftir viku.Kolbeinn átti ágætan leik í framlínu AIK en fékk ekki mikla hjálp. Hann hefur skorað þrjú mörk í 15 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.