Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Fjöldi baráttusamtaka hyggja á að mótmæla komu Mike Pence, varaforseta bandaríkjanna til landsins. Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Sumir miðlanna segja að þetta sé fordæmalaust en Katrín segir þetta ekki með vilja gert.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö þar sem rætt verður við skipuleggjendur mótmælanna.

Umræðan um launakjör bæjar- og sveitarstjóra er ósanngjörn að mati sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Miða þurfi laun þeirra við álag og ábyrgð. Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvort þau fari eftir leiðbeinandi reglum sambandsins um launakjör. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá verður rætt við jarðeðlisfræðing sem telur merki vera um að Katla sé að undirbúa gos. Vísbendingar séu um að eldfjallið sé komið nálægt brotmmörkum. Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á hinsegin dögum um síðustu helgi, þegar ung kona var handtekin, er komið inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Fjallað var um málið í mannréttindanefnd í dag.

Þá verður farið yfir góð ráð til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu og litið við á Fiskideginum litla sem haldinn var á hjúkrunarheimilinu Mörk í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.