Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA Ari Brynjólfsson skrifar 23. ágúst 2019 08:40 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Hanna „Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Baldur segir óraunhæft að Bretar gangi inn í EFTA og þannig inn í EES vegna andstöðu ráðamanna í Noregi og Sviss. Ráðamenn ríkjanna segja samstarf EFTA og ESB ganga mjög vel, ef Bretar ganga þar inn gæti það orðið til að slettist upp á vinskapinn. „Svisslendingar og Norðmenn eru valdamiklir í EFTA, en ef Bretar ganga þar inn yrðu þeir langstærstir og hætta er á að þeir myndu ráða þar för og að þessi ríki misstu spón úr aski sínum.“ Staðan er einnig snúin í Bretlandi hvað inngöngu í EES varðar, segir Baldur. Ólíklegt sé að þeir sem vilja að Bretland gangi úr Evrópusambandinu vilji ganga inn í EES þar sem EFTA-ríkin í EES hafi mjög lítið að segja um lög sem komi frá Brussel. „Brexit-sinnar eru auk þess flestir mjög andsnúnir frjálsri för fólks innan ESB og EES og þeir vilja að Bretar stýri för. En fjórfrelsið er grundvallaratriði í EES-samningnum og þar á meðal frjáls för fólks,“ segir Baldur. „Menn hafa skoðað þetta og velt þessu upp, bæði hér á Íslandi og í Bretlandi, en flestir eru búnir að ýta þessu út af borðinu vegna þessara þátta. Þannig að það er ekki mjög raunhæft að þetta gerist í næsta mánuði eða yfirhöfuð.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
„Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Baldur segir óraunhæft að Bretar gangi inn í EFTA og þannig inn í EES vegna andstöðu ráðamanna í Noregi og Sviss. Ráðamenn ríkjanna segja samstarf EFTA og ESB ganga mjög vel, ef Bretar ganga þar inn gæti það orðið til að slettist upp á vinskapinn. „Svisslendingar og Norðmenn eru valdamiklir í EFTA, en ef Bretar ganga þar inn yrðu þeir langstærstir og hætta er á að þeir myndu ráða þar för og að þessi ríki misstu spón úr aski sínum.“ Staðan er einnig snúin í Bretlandi hvað inngöngu í EES varðar, segir Baldur. Ólíklegt sé að þeir sem vilja að Bretland gangi úr Evrópusambandinu vilji ganga inn í EES þar sem EFTA-ríkin í EES hafi mjög lítið að segja um lög sem komi frá Brussel. „Brexit-sinnar eru auk þess flestir mjög andsnúnir frjálsri för fólks innan ESB og EES og þeir vilja að Bretar stýri för. En fjórfrelsið er grundvallaratriði í EES-samningnum og þar á meðal frjáls för fólks,“ segir Baldur. „Menn hafa skoðað þetta og velt þessu upp, bæði hér á Íslandi og í Bretlandi, en flestir eru búnir að ýta þessu út af borðinu vegna þessara þátta. Þannig að það er ekki mjög raunhæft að þetta gerist í næsta mánuði eða yfirhöfuð.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira