Fullyrða að endurbætur á kísilverksmiðju í Helguvík muni draga verulega úr mengun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 18:00 Kísilverksmiðjan í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 52 metra hár skorsteinn sem áætlað er að rísi við hlið síuhúss kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík á að draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni í nærliggjandi íbúabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlum barst í dag frá Stakksbergi. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis vegna þessa segir að málið sé ekki komið á þann stað að verið sé að vinna í starfsleyfismálum Stakksbergs. Málið sé í ferli hjá Skipulagsstofnun og mun Stakksberg væntanlega leggja fram frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Að því búnu fari frummatsskýrslan í umsagnarferli, meðal annars til Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu Stakksbergs segir að það séu niðurstöður loftdreiflíkans verkfræðistofunnar Vatnaskila að endurbæturnar muni draga verulega úr mengun. Þá segir jafnframt að endurbæturnar séu í samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Undirbúningur, hönnun og útfærsla endurbótanna á kísilverksmiðjunni kostar 4,5 milljarða að því er segir í tilkynningunni. Hafi vinnan miðast við úrbótaáætlunina sem Umhverfisstofnun samþykkti „með því skilyrði að uppsetning skorsteins verði nánar útfærð og framkvæmd áður en endurræsing yrði heimiluð og liggur tæknileg útfærsla nú fyrir.“ Útfærslan felurþað í sér að 52 metra hár skorsteinn, sem Stakkberg segir að rúmist innan gildandi deiliskipulag, verði reistur við hlið síuhúss verksmiðjunnar. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár. Að því er segir í tilkynningu Stakksbergs á að leiða allan útblástur frá verksmiðjunni í gegnum síuhús. Þar verður ryk síað frá áður en loftinu verður síðan blásið upp um skorsteininn. „Með þessu hækkar útblástursopið um tæplega 21,5 metra auk þess að þrengjast verulega frá því sem áður var sem veldur verulegri aukningu í útblásturshraða. Þetta veldur því að styrkur mengunarefna þynnist út mun hraðar en áður,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ítarleg skýrsla Vatnaskila um áhrif endurbótanna á loftgæði verður birt samhliða frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðjunnar. Reykjanesbær Umhverfismál United Silicon Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
52 metra hár skorsteinn sem áætlað er að rísi við hlið síuhúss kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík á að draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni í nærliggjandi íbúabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlum barst í dag frá Stakksbergi. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis vegna þessa segir að málið sé ekki komið á þann stað að verið sé að vinna í starfsleyfismálum Stakksbergs. Málið sé í ferli hjá Skipulagsstofnun og mun Stakksberg væntanlega leggja fram frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Að því búnu fari frummatsskýrslan í umsagnarferli, meðal annars til Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu Stakksbergs segir að það séu niðurstöður loftdreiflíkans verkfræðistofunnar Vatnaskila að endurbæturnar muni draga verulega úr mengun. Þá segir jafnframt að endurbæturnar séu í samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Undirbúningur, hönnun og útfærsla endurbótanna á kísilverksmiðjunni kostar 4,5 milljarða að því er segir í tilkynningunni. Hafi vinnan miðast við úrbótaáætlunina sem Umhverfisstofnun samþykkti „með því skilyrði að uppsetning skorsteins verði nánar útfærð og framkvæmd áður en endurræsing yrði heimiluð og liggur tæknileg útfærsla nú fyrir.“ Útfærslan felurþað í sér að 52 metra hár skorsteinn, sem Stakkberg segir að rúmist innan gildandi deiliskipulag, verði reistur við hlið síuhúss verksmiðjunnar. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár. Að því er segir í tilkynningu Stakksbergs á að leiða allan útblástur frá verksmiðjunni í gegnum síuhús. Þar verður ryk síað frá áður en loftinu verður síðan blásið upp um skorsteininn. „Með þessu hækkar útblástursopið um tæplega 21,5 metra auk þess að þrengjast verulega frá því sem áður var sem veldur verulegri aukningu í útblásturshraða. Þetta veldur því að styrkur mengunarefna þynnist út mun hraðar en áður,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ítarleg skýrsla Vatnaskila um áhrif endurbótanna á loftgæði verður birt samhliða frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðjunnar.
Reykjanesbær Umhverfismál United Silicon Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent