Fótbolti

Ari Freyr og félagar aftur á sigurbraut | Kolbeinn lagði upp mark

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ari Freyr hefur leikið alla leiki Oostende á tímabilinu.
Ari Freyr hefur leikið alla leiki Oostende á tímabilinu. vísir/getty

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn þegar Ostende vann Mechelen, 2-1, í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum komst Oostende upp í 6. sæti deildarinnar. Liðið er með níu stig eftir fimm leiki. Oostende vann fyrstu tvo deildarleiki sína á tímabilinu, tapaði svo tveimur í röð áður en liðið vann í kvöld.


Ari Freyr hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum deildarleikjum Oostende á tímabilinu.

Stefán Gíslason stýrði B-deildarliði Lommel til sigurs á Temse, 4-0, í belgísku bikarkeppninni.

Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Lommel og lagði upp mark. Jonathan Hendrickx, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks og FH, lék allan leikinn fyrir Lommel og skoraði fyrsta mark liðsins.

Strákarnir hans Arnars Grétarssonar í B-deildarliði Roeselare töpuðu 1-0 fyrir Seraing í bikarkeppninni. Arnar bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari Roeselare.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.