Fótbolti

Ari Freyr og félagar aftur á sigurbraut | Kolbeinn lagði upp mark

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ari Freyr hefur leikið alla leiki Oostende á tímabilinu.
Ari Freyr hefur leikið alla leiki Oostende á tímabilinu. vísir/getty
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn þegar Ostende vann Mechelen, 2-1, í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum komst Oostende upp í 6. sæti deildarinnar. Liðið er með níu stig eftir fimm leiki. Oostende vann fyrstu tvo deildarleiki sína á tímabilinu, tapaði svo tveimur í röð áður en liðið vann í kvöld.



Ari Freyr hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum deildarleikjum Oostende á tímabilinu.

Stefán Gíslason stýrði B-deildarliði Lommel til sigurs á Temse, 4-0, í belgísku bikarkeppninni.

Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Lommel og lagði upp mark. Jonathan Hendrickx, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks og FH, lék allan leikinn fyrir Lommel og skoraði fyrsta mark liðsins.

Strákarnir hans Arnars Grétarssonar í B-deildarliði Roeselare töpuðu 1-0 fyrir Seraing í bikarkeppninni. Arnar bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari Roeselare.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×