Innlent

Átta í fangaklefa og fimm líkamsárásir í nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Átta eru vistaðir í fangageymslu lögreglu eftir nóttina.
Átta eru vistaðir í fangageymslu lögreglu eftir nóttina. FBL/Andri Marinó
Menningarnótt fór vel fram í alla staði að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og lagði mikill fjöldi gesta leið sína í miðborg Reykjavíkur.

Eftir kvöldmatarleytið fór þó að sjást meiri ölvun hjá fólki og þá byrjuðu pústrar á milli manna. Fimm líkamsárásir eru til rannsóknar eftir nóttina en þær reyndust þó allar minniháttar.

Þetta kemur fram í yfirliti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hjá löggæslusvæði 1 sem sinnir verkefnum í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðunum, Laugardalnum, Háaleiti og Seltjarnarnesi voru 141 mál bókað frá klukkan 19.00 til 05:00.

Málin einkenndust af aðstoð við borgara af ýmsu dagi, mál sem snúa að barnaverndarlögum, áfengislögum, tilkynningar til barnaverndar vegna ólögráða barna sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af.

Nokkuð var hellt niður af áfengi hjá ungmennum sem ekki höfðu aldur til að meðhöndla áfengi og þá var bárust lögreglu nokkrar hávaðakvartanir þegar líða tók á nóttina.

Fjögur fíkniefnamál voru skráð og eru átta manns vistaðir í fangaklefa vegna ýmissa brota eftir nóttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×