Fótbolti

Stórsigur hjá Söru Björk og mikilvægur sigur Söndru Maríu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk og stöllur hennar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Sara Björk og stöllur hennar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Wolfsburg sem rúllaði yfir Duisburg, 1-6, í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Titilvörn Wolfsburg byrjar vel en liðið hefur unnið báða deildarleiki sína á tímabilinu. Wolfsburg er með fullt hús stiga líkt og Hoffenheim og Bayern München.

Alexandra Popp og Ewa Pajor skoruðu tvö mörk hvor fyrir Wolfsburg og Dominique Janssen og Claudia Neto sitt markið hvor.

Bayern Leverkusen, sem Sandra María Jessen leikur með, vann 1-0 sigur á Freiburg. Sandra María kom inn á sem varamaður á 61. mínútu.

Leverkusen, sem bjargaði sér naumlega frá falli á síðasta tímabili, er í 7. sæti deildarinnar með þrjú stig.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård sem gerði 1-1 jafntefli við Piteå í sænsku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum er Rosengård með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×