Innlent

Hanarnir Sigrún og Einar lifa lúxuslífi í Ölfusi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hanarnir Sigrún og Einar lifa lúxuslífi með sínum hænum á bæ í Ölfusi í hænsnakofa, sem líkist helst glæsilegum sumarbústað. Hönunum og hænunum finnst best að éta kornflex og Rice Krispies.

Á bænum Stóragerði hafa hjónin Óskar Þór Óskarsson og Sigrún Sigurðardóttir komið sér fyrir í glæsilegum húsum, sem Óskar Þór byggð. Þau eru með nokkrar hænur og tvo hana sem fengu hús í sama stíl, sennilega er þetta flottasti hænsnakofi landsins eða sumarbústaður eins og Óskar Þór kallar hænsnakofann. En hvað eru hænurnar margar?

„Líklega fjórtán og teir hanar, annar er nú orðin undanvillingur, þær vilja hann ekki, hann er líka svo leiðinlegur. Þetta eru það gamlar hænur að þær eru hættar að verpa fyrir löngu. Þær elstu eru frá 2005, þannig að þær vita varla hvað egg eru einu sinni“, segir Óskar og hlær.

„Við köllum á þær upp að húsinu okkar og gefum þeim kornflex og Rice Krispies ef þær eru í góðu skapi en þær hafa svo mikið að éta núna að þær eru vitlausar í bláberin.

Óskar Þór Óskarsson, smiður og hænsnabóndi í Stóragerði, sem hefur gaman af hænunum og hönunum.Magnús Hlynur
Óskar segir að hænur og hanar séu skemmtilegar skepnur, sem gefi lífinu lit. Nöfnin á hönunum vekja athygli, annar heitir Sigrún, þessi fallegi sem er kóngurinn á staðnum og svo er það Einar, sem er orðinn gamall og lúinn og nær ekki að sinna hænunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×