Enski boltinn

Pochettino pirraður: „Leikmannahópurinn ekki í jafnvægi“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pochettino á hliðarlínunni á Tottenham-vellinum í dag.
Pochettino á hliðarlínunni á Tottenham-vellinum í dag. vísir/getty

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, var nokkuð pirraður eftir 0-1 tap Spurs fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Pochettino getur ekki beðið eftir því að félagaskiptaglugganum í Evrópu verði lokað.

„Ég get ekki komið með afsakanir út af því að félagaskiptaglugginn er opinn. Það afsakar ekki frammistöðuna eða úrslitin í dag. En leikmannahópurinn er ekki í jafnvægi og fyrir því eru nokkrar ástæður,“ sagði Pochettino.

„Að sjálfsögðu verð ég ánægðari þegar búið er að loka félagaskiptaglugganum og ég veit hvaða leikmenn ég hef þar til hann verður opnaður aftur í janúar.“

Christian Eriksen byrjaði á varamannabekknum hjá Tottenham í dag. Ekki liggur fyrir hvort hann verður áfram hjá félaginu.

„Þegar þú tapar er leikmaðurinn sem spilar ekki alltaf sá besti. Með eða án Eriksen vinnum við og töpum fullt af leikjum. Ef við hefðum unnið 3-0 hefði ekkert verið rætt um hann,“ sagði Pochettino.

Tottenham er með fjögur stig í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.