FIFA sagt vera að kanna möguleikann á því að vera með vélmenni í stað aðstoðardómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 10:30 Sjáum við svona dómara í framtíðinni? Getty/Aaron van Zandvoort/S Varsjáin er orðin stór hluti af knattspyrnunni enda VAR nú í öllum stærstu deildum heims. Alþjóða knattspyrnusambandið íhugar nú að ganga enn lengra í „tölvuvæðingu“ fótboltans. Enska blaðið Sunday Mirror sagði frá því í gær að forystumenn FIFA séu nú að skoða betur þann möguleika að vélmenni komi í stað aðstoðardómara í framtíðinni. Þessi vélmenni myndu þá hafa það af aðalstarfi og í raun eina starfi að fylgjast með rangstöðunni í leikjum. Með hjálp gervigreindartækni fengi dómari leiksins þá nauðsynlega aðstoð frá þessu aðstoðardómara-vélmennum en yrði að treysta á sig og mögulega Varsjána í öðrum atriðum.Fifa are believed to be investigating whether robots could replace assistant referees to make offside decisions, given they are already helping the video assistant referees. Latest #football gossip https://t.co/nneJh7l2sp#bbcfootball#VARpic.twitter.com/cH1S8BYdSo — BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2019Það þarf að hanna og svo rannsaka vel umrædda róbóta eða vélmenni sem fengju þetta hlutverk að fylla í skarð aðstoðardómara. Sú hönnun og þróun gæti tekið sinn tíma. Það er alveg ljóst að þetta er ekki að fara að gerast á næstunni eða á næstu árum og mun örugglega taka mörg ár til að þróa betur. Alþjóða knattspyrnusambandið mun ekki stökkva á svona róttæka breytingu nema að allt sé pottþétt og fullprófað. Það eitt að sambandið sé að skoða þennan möguleika er dæmi um framtíðarsýn FIFA. VAR hefur verið að stíga fyrstu skrefin sín í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þarf að slípast betur. Enska úrvalsdeildin var síðasta stóra deildin til aða stíga þetta skref. Eftir nokkur ár fer fólk eflaust að gleyma því hvernig fótboltinn var án varsjárinnar. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill baráttumaður fyrir Varsjánni og það er fátt sem kemur í veg fyrir að tæknin fái stærra hlutverk í fótboltanum. Hvort að FIFA taki það risaskref að skipta út aðstoðardómurunum verður við að bíða og sjá til. FIFA Fótbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Varsjáin er orðin stór hluti af knattspyrnunni enda VAR nú í öllum stærstu deildum heims. Alþjóða knattspyrnusambandið íhugar nú að ganga enn lengra í „tölvuvæðingu“ fótboltans. Enska blaðið Sunday Mirror sagði frá því í gær að forystumenn FIFA séu nú að skoða betur þann möguleika að vélmenni komi í stað aðstoðardómara í framtíðinni. Þessi vélmenni myndu þá hafa það af aðalstarfi og í raun eina starfi að fylgjast með rangstöðunni í leikjum. Með hjálp gervigreindartækni fengi dómari leiksins þá nauðsynlega aðstoð frá þessu aðstoðardómara-vélmennum en yrði að treysta á sig og mögulega Varsjána í öðrum atriðum.Fifa are believed to be investigating whether robots could replace assistant referees to make offside decisions, given they are already helping the video assistant referees. Latest #football gossip https://t.co/nneJh7l2sp#bbcfootball#VARpic.twitter.com/cH1S8BYdSo — BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2019Það þarf að hanna og svo rannsaka vel umrædda róbóta eða vélmenni sem fengju þetta hlutverk að fylla í skarð aðstoðardómara. Sú hönnun og þróun gæti tekið sinn tíma. Það er alveg ljóst að þetta er ekki að fara að gerast á næstunni eða á næstu árum og mun örugglega taka mörg ár til að þróa betur. Alþjóða knattspyrnusambandið mun ekki stökkva á svona róttæka breytingu nema að allt sé pottþétt og fullprófað. Það eitt að sambandið sé að skoða þennan möguleika er dæmi um framtíðarsýn FIFA. VAR hefur verið að stíga fyrstu skrefin sín í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þarf að slípast betur. Enska úrvalsdeildin var síðasta stóra deildin til aða stíga þetta skref. Eftir nokkur ár fer fólk eflaust að gleyma því hvernig fótboltinn var án varsjárinnar. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill baráttumaður fyrir Varsjánni og það er fátt sem kemur í veg fyrir að tæknin fái stærra hlutverk í fótboltanum. Hvort að FIFA taki það risaskref að skipta út aðstoðardómurunum verður við að bíða og sjá til.
FIFA Fótbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira