Íslenski boltinn

Kjóstu besta leikmann og besta mark ágúst í Pepsi Max-deild kvenna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þær sem koma til greina sem leikmaður mánaðarins.
Þær sem koma til greina sem leikmaður mánaðarins. VÍSIR/SKJÁSKOT

Pepsi Max mörk kvenna á Stöð 2 Sport hafa tilnefnt þá þrjá leikmenn og þau þrjú mörk sem koma til greina sem þau bestu í ágústmánuði.

Verðlaunin fyrir leikmann mánaðarins eru af glæsilegri gerðinni og koma frá Selected, Sjoppunni, Moroccanoil og Icelandair. Verðlaunin fyrir besta mark mánaðarins er í boði Adidas.

Sem besti leikmaður mánaðarins koma til greina þær Ída Marín Hermannsdóttir úr Fylki, Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Þór/KA og Katrín Ómarsdóttir úr KR.

Katrín Ómarsdóttir er einnig í baráttunni um besta markið ásamt þeim Sveindísi Jane Jónsdóttur og Magdalena Anna Reimus.

Það má sjá öll þessi þrjú mörk sem koma til greina í myndbandinu hér fyrir neðan.Bestu leikmenn ágústmánaðar í Pepsi Max deild kvenna

Bestu mörk ágústmánaðar í Pepsi Max deild kvennaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.