Enski boltinn

Blákaldur veruleikinn frá þessu ótrúlega kvöldi Man. United liðsins í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester United ganga út á völl í síðasta leik.
Leikmenn Manchester United ganga út á völl í síðasta leik. Getty/y Ash Donelon
Ole Gunnar Solskjær tryggði sér væntanlega endanlega fastráðningu hjá Manchester United þegar hann stýrði liðinu til sigurs á stórskotaliði Paris Saint Germain í byrjun mars.

United kom þá tveimur mörkum undir til Parísar og án Paul Pogba sem var í leikmanni en tókst engu að síður að vinna leikinn 3-1 og tryggja sér sætu í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Solskjær hafði þá stýrt Manchester United liðinu til sigurs í tíu af tólf deildarleikjum síðan hann tók við af Jose Mourinho í desember.

Manchester United tapaði sínum fyrsta deildarleik á eftir Parísarferðina og datt út úr enska bikarnum (á móti Wolves) í fyrsta bikarleiknum eftir kvöldið ógleymanlega í París.

Stuðningsmenn Manchester United pressuðu mikið á að Solskjær fengi fastráðningu og hann fékk hana svo 28. mars.

Eftir þessa frábæru byrjun og frábæra sigur í París þá voru miklar væntingar bundnar til Norðmannsins.

Blákaldan veruleikann má hins vegar sjá í gengi United liðsins frá þessu magnaða kvöldið við Eiffel-turninn 6. mars 2019. Hér fyrir neðan eru leikir Manchester United frá því að liðið sló Paris Saint Germain út úr Meistaradeildinni.

Tímabilið byrjaði á 4-0 heimasigri á Chelsea en síðan hefur liðið aðeins fengið eitt stig á móti Wolves og Crystal Palace og tapið á móti Crystal Palace á Old Trafford um síðustu helgi var það fyrsta á leikvangi draumanna í sögu innbyrðisleikja liðanna.

Eftir þennan leik á Old Trafford um helgina hefur Manchester United aðeins unnið 3 af síðustu 15 keppnisleikjum sínum en tapleikirnir eru aftur á móti níu talsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×