Innlent

Kjötið hverfur af diskum ungra kvenna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Úr grein markaðsstjóra Gallup í Markaðnum í dag.
Úr grein markaðsstjóra Gallup í Markaðnum í dag. Gallup

Íslendingum sem borða kjöt sjaldnar en einu sinni á ári hefur fjölgað verulega síðastliðinn áratug að því er fram kemur í könnun Gallup á neysluvenjum Íslendinga. Þar segir jafnframt að kjötneysla ungra kvenna hafi tekið hvað mestum stakkaskiptum.

Fjöldi kvenna á aldrinum 18-24 sem ekki borðar nauta- eða lambakjöt hefur fimmfaldast síðastliðinn áratug og enn fleiri eru hættar að borða kjúklinga- og svínakjöt. Er hlutfallið á bilinu 10 til 16 prósent eftir kjötegundum.

Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni allri sem neytir einskis kjöts að því er fram kemur í könnun Gallup, eða um tvö til sex prósent Íslendinga, eftir kjöttegundum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.