Enski boltinn

Fyrirliði Derby slóst við vallarstarfsmann á City Ground

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richard Keogh, fyrirliði Derby County og fyrrverandi leikmaður Víkings R.
Richard Keogh, fyrirliði Derby County og fyrrverandi leikmaður Víkings R. vísir/getty
Richard Keogh, fyrirliða Derby County, lenti saman við vallarstarfsmann á City Ground eftir leik Derby og Nottingham Forest í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. Forest vann leikinn, 3-0.

Keogh fékk stórt sár á hálsinn eftir viðskipti sín við vallarstarfsmanninn. Atvikið átti sér stað þegar leikmenn Derby voru að skokka á vellinum eftir leik. Ekki er vitað hvort vallarstarfsmaðurinn meiddist.

Mönnum var heitt í hamsi eftir leik og öryggisverðir þurftu að stía leikmönnum Derby og vallarstarfsmönnum í sundur.

Keogh lék með Víkingi R. í Landsbankadeildinni sumarið 2004. Írski landsliðsmaðurinn hefur leikið með Derby síðan 2013.

Derby hefur farið illa af stað á tímabilinu og aðeins unnið tvo leiki undir stjórn nýja knattspyrnustjórans, Phillips Cocu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×