Innlent

Skiljanlegt að fara í baklás

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Björgunarsveitarfólk á störfum á hálendinu.
Björgunarsveitarfólk á störfum á hálendinu. FBL/Vilhelm
Byggðarráð Rangárþings eystra hefur ítrekað athugasemdir vegna áforma stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.Byggðarráðið vitnar í fyrri bókun þar sem minnt var á að nefnd sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði vorið 2018 hafi verið að vinna að því hvernig eigi að stofna miðhálendisþjóðgarð yfirleitt.„Svo virðist sem gleymst hafi að velta því fyrir sér hvort það ætti að fara í þá vegferð,“ segir byggðarráðið. Borið hafi á því að sveitarfélög séu neikvæð:„Það er vel skiljanlegt á margan hátt og eðlilegt að sveitarfélög fari í baklás þegar þverpólitísk nefnd er byrjuð að vinna að skipulagsmálum sveitarfélaga til dæmis með að ákvarða mörk nýs þjóðgarðs, aðkomuleiðir, áningarstaði og uppbyggingu. Það er og á að vera hlutverk sveitarfélaganna.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

"Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga.

Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast

Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.