Fótbolti

Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tuchel líflegur á hliðarlínunni í gær.
Tuchel líflegur á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Þýski þjálfari PSG, Thomas Tuchel, skilur gremju stuðningsmanna félagsins út í brasilísku stórstjörnuna, Neymar, sem hefur verið til vandræða í allt sumar.

Neymar hefur viljað burt frá París í sumar og hefur hann verið verið óhræddur við að láta skoðun sína í ljós að hann vilji burt frá Parísarborg. Hann er þó enn í París.

Brassinn var ekki í leikmannahópi PSG sem vann 3-0 sigur á Nimes í 1. umferð franska boltans í gær en stuðningsmenn PSG voru með borða sem sögðu Neymar að koma sér í burtu.







„Þetta er erfitt. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Ég sá þetta á síma kollega minna því ég sá heyrði ekki söngvanna í leiknum,“ sagði Tuchel við L'Equipe.

„Get ég skilið þá? Já og nei. Hann er enn leikmaður okkar, minn leikmaður og ég ver leikmenn mína. Hann er í búningsherbergi mínu. Ég get skilið að ekki öllum hefur líkað við hvað hann hefur sagt og gert.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×