Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hafrannsóknarstofnun og Sir Jim Ratcliffe skrifuðu undir samkomulag nú síðdegis.

Ratcliffe mun fjármagna umfangsmikla rannsóknaráætlun, sem styður við vernd Norður - Atlantshafslaxins í ám Norðausturlands um leið og gripið verður til aðgerða til að vernda nærumhverfi ánna og viðkvæmt vistkerfi svæðisins í heild. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi.

Einnig verður rætt við landgræðslustjóra sem segir enn mikið verk óunnið í uppgræðslu landsins. Landfok af hálendinu í gær hafði mikil áhrif á Suðurlandi og dró úr loftgæðum. Á tímabili fengu menn í augun við það eitt að horfa til fjalla.

Staðan í útlöndum verður tekin og fjallað um mótmæli í Hong Kong, skógarelda á Kanaríeyjum og Philip Manshaus, Norðmanninn sem réðst vopnaðu í Mosku um helgina, en hann var í dag ákærður fyrir manndráp.

Þetta og fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×