Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 12. ágúst 2019 18:49 Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína. Vísir Félag eldri borgara í Reykjavík mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. Líkt og greint hefur frá voru kaupendur krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Sumir kaupendur samþykktu að greiða aukagreiðsluna en aðrir hafa sagst ætla að fara í mál við félagið. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld greindi Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður félagsins hins vegar frá því að sáttatilboð í málinu yrði kynnt í kvöld. „Það liggur fyrst og fremst í því að fjármögnunaraðilar og framkvæmdaaðilar hafa komið á móts við kaupendur um að lækka þennan mismun sem liggur núna í 252 milljónum króna en var áður í rúmum 400 milljónum,“ sagði Sigríður. Þetta myndi hafa þau áhrif að aukagreiðslur kaupenda muni lækka. „Þetta hefur víðtæk áhrif. Til dæmis má nefna að þeir kaupendur sem voru áður í stórum íbúðum og þurftu að greiða sjö milljónir þurfa núna að greiða 4,4 milljónir. Þeir sem voru í smærri íbúðum og þurftu að greiða 4 milljónir en greiða nú 2,5 milljónir. Í því liggur tilboðið,“ sagði Sigríður. Sagði hún að kaupendum yrði kynnt tilboðið eins hratt og mögulegt er og vonir stæðu til að allir kaupendur þeirra 68 íbúða sem um ræðir myndu taka tilboðinu. „Í því liggur von okkar.“Hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður var krafist Í tilkynningu frá Félagi eldri borgar segir að allir félagsmenn sem eru kaupendur íbúða við Árskóga 1 og 3 í Reykjavík og undirrita, eða hafa undirritað, skilmálabreytingu vegna kaupsamninga fái niðurfelldan hluta af kostnaðarverði íbúða sinna. „Í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir síðustu daga við framkvæmdar- og fjármögnunaraðila verkefnisins, hefur félagið samið um að fá afslátt af kostnaðarverði íbúðanna. Þá leggur félagið einnig sjálft til fjármuni til sáttarinnar en samtals eru það 149 milljónir króna sem dreifast á kaupendur í formi afsláttar.“Það þýði að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um. Þeir kaupendur sem sátu í byggingarnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum hjá félaginu á byggingartímanum hafa lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til afsláttarins. Þeirra hlutur í afslættinum dreifist því til hækkunar á hlut annarra kaupenda sem ganga að þessu sáttaboði og er inni í heildarlækkuninni sem fram kemur hér að framan, að því er fram kemur í tilkynningunni.Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara.Vísir/SigurjónByggingarnefndin stígur til hliðar og málið rannsakað Þá greinir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík frá því að byggingarnefnd félagsins hafi óskað eftir því að stíga til hliðar vegna þess í hvaða farveg málið er komið og til að stuðla að sátt.Það sé von félagsins að samstaða náist um framangreinda tillögu hjá öllum kaupendum íbúða að Árskógum 1-3. „Ljóst er að draga verður lærdóm af þeim afdrífaríku mistökum sem gerð voru í tengslum við verðlagningu og samninga vegna íbúðanna. Endurskoða þarf með hvaða hætti staðið er að framkvæmdum sem þessum. Stjórnin hyggst í framhaldinu láta fara fram rannsókn á því hvernig mistökin áttu sér stað.Allir sem hafa orðið fyrir áhrifum af mistökunum og búið hafa við óvissu vegna þeirra eru beðnir innilega velvirðingar,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. Líkt og greint hefur frá voru kaupendur krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Sumir kaupendur samþykktu að greiða aukagreiðsluna en aðrir hafa sagst ætla að fara í mál við félagið. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld greindi Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður félagsins hins vegar frá því að sáttatilboð í málinu yrði kynnt í kvöld. „Það liggur fyrst og fremst í því að fjármögnunaraðilar og framkvæmdaaðilar hafa komið á móts við kaupendur um að lækka þennan mismun sem liggur núna í 252 milljónum króna en var áður í rúmum 400 milljónum,“ sagði Sigríður. Þetta myndi hafa þau áhrif að aukagreiðslur kaupenda muni lækka. „Þetta hefur víðtæk áhrif. Til dæmis má nefna að þeir kaupendur sem voru áður í stórum íbúðum og þurftu að greiða sjö milljónir þurfa núna að greiða 4,4 milljónir. Þeir sem voru í smærri íbúðum og þurftu að greiða 4 milljónir en greiða nú 2,5 milljónir. Í því liggur tilboðið,“ sagði Sigríður. Sagði hún að kaupendum yrði kynnt tilboðið eins hratt og mögulegt er og vonir stæðu til að allir kaupendur þeirra 68 íbúða sem um ræðir myndu taka tilboðinu. „Í því liggur von okkar.“Hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður var krafist Í tilkynningu frá Félagi eldri borgar segir að allir félagsmenn sem eru kaupendur íbúða við Árskóga 1 og 3 í Reykjavík og undirrita, eða hafa undirritað, skilmálabreytingu vegna kaupsamninga fái niðurfelldan hluta af kostnaðarverði íbúða sinna. „Í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir síðustu daga við framkvæmdar- og fjármögnunaraðila verkefnisins, hefur félagið samið um að fá afslátt af kostnaðarverði íbúðanna. Þá leggur félagið einnig sjálft til fjármuni til sáttarinnar en samtals eru það 149 milljónir króna sem dreifast á kaupendur í formi afsláttar.“Það þýði að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um. Þeir kaupendur sem sátu í byggingarnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum hjá félaginu á byggingartímanum hafa lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til afsláttarins. Þeirra hlutur í afslættinum dreifist því til hækkunar á hlut annarra kaupenda sem ganga að þessu sáttaboði og er inni í heildarlækkuninni sem fram kemur hér að framan, að því er fram kemur í tilkynningunni.Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara.Vísir/SigurjónByggingarnefndin stígur til hliðar og málið rannsakað Þá greinir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík frá því að byggingarnefnd félagsins hafi óskað eftir því að stíga til hliðar vegna þess í hvaða farveg málið er komið og til að stuðla að sátt.Það sé von félagsins að samstaða náist um framangreinda tillögu hjá öllum kaupendum íbúða að Árskógum 1-3. „Ljóst er að draga verður lærdóm af þeim afdrífaríku mistökum sem gerð voru í tengslum við verðlagningu og samninga vegna íbúðanna. Endurskoða þarf með hvaða hætti staðið er að framkvæmdum sem þessum. Stjórnin hyggst í framhaldinu láta fara fram rannsókn á því hvernig mistökin áttu sér stað.Allir sem hafa orðið fyrir áhrifum af mistökunum og búið hafa við óvissu vegna þeirra eru beðnir innilega velvirðingar,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent