Fótbolti

Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni lék síðustu 25 mínúturnar.
Jón Guðni lék síðustu 25 mínúturnar. vísir/getty
Jón Guðni Fjóluson og félagar í rússneska liðinu Krasnodar eru komnir áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 sigur á Porto í kvöld.

Porto vann fyrri leikinn, 0-1, en Krasnodar fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Porto fór í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

Krasnodar byrjaði leikinn af gríðarlega miklum krafti og var komið í 0-3 eftir rúman hálftíma. Hinn Magomed-Shapi Suleymanov skoraði tvö marka Krasnodar.

Porto sótti stíft í seinni hálfleik og minnkaði muninn í 2-3. Þriðja markið, sem hefði komið portúgalska liðinu í umspilið, kom hins vegar aldrei. Porto er því úr leik í Meistaradeildinni en fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Jón Guðni kom inn á sem varamaður fyrir Suleymanov þegar 25 mínútur voru eftir.

Í umspilinu mætir Krasnodar Olympiacos frá Grikklandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×