Fótbolti

Lést aðeins þremur árum eftir að átján ára fótboltaferli hans lauk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Walter Martinez með landsliði Hondúras á HM 2010.
Walter Martinez með landsliði Hondúras á HM 2010. Getty/Mike Hewitt

Hondúrinn Walter Martinez er látinn aðeins 37 ára að aldri en hann lék á sínum tíma 49 landsleiki fyrir þjóð sína.

Martinez lék síðast með kínverska félaginu Beijing Guoan og það var einmitt þar á bæ sem menn létu vita af andláti Walter Martinez.

Walter Martinez lést í New York í Bandaríkjunum eftir að hafa fengið hjartaáfall á mánudaginn. Hann var þá í heimsókn hjá José Chepo Fernández sem er annar fyrrum landsliðsmaður Hondúras.Walter Martinez skoraði 12 mörk í 49 landsleikjum fyrir Hondurás en þrír þeirra voru á HM í Suður-Afríku árið 2010.

Hann lék sem framliggjandi miðjumaður eða sóknarmaður og var kallaður Pery.

Á átján ára fótboltaferli sínum þá spilaði Martinez fyrir félög eins og San Jose Earthquakes í Bandaríkjunum og Alaves á Spáni. Hann lagði skóna á hilluna árið 2016.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.