Innlent

Reyna að feta í fótspor silfurliðsins í fyrra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vinstri: Hannes Árni Hannesson, Uggi Gunnar Bjarnason, Selma Árnadóttir ráðgjafi ráðherra, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Kormákur Atli Unnþórsson þjálfari, Ásþór Björnsson og Eyþór Máni Steinarsson þjálfari liðsins.
Frá vinstri: Hannes Árni Hannesson, Uggi Gunnar Bjarnason, Selma Árnadóttir ráðgjafi ráðherra, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Kormákur Atli Unnþórsson þjálfari, Ásþór Björnsson og Eyþór Máni Steinarsson þjálfari liðsins.

Félagar í íslenska landsliðinu í vélmennaforritun heimsóttu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í dag og kynntu undirbúning sinn fyrir ólympíukeppni í vélmennaforritun sem haldin verður í Dubai í október. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Á hverju ári er einu liði frá hverju landi boðið að koma og taka þátt í þessari alþjóðlegu keppni en Ísland tekur þátt í þriðja sinn. Í fyrra náði íslenska liðið öðru sæti af rúmlega 190 liðum. Markmiðið með keppninni er að vekja athygli á og kveikja ástríðu ungs fólks fyrir námi, leik og starfi í vísinda- og tæknigreinum.

„Það var frábært að kynnast þessum ungu eldhugum og fá fræðslu um keppnina. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þátttakendur til þess að kynnast og vinna með öðrum framúrskarandi einstaklingum á framhaldsskólaaldri víða að úr heiminum. Og svo er þetta líka mjög spennandi og flottur vettvangur til þess að kynna möguleika verk- og tæknináms. Ég hlakka til að fylgjast með íslenska liðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Að neðan má sjá umfjöllun fréttastofu um árangurinn í fyrra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.