Innlent

Hlé gert á leit í kvöld en sérsveitarmenn ræstir út á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá leit í Þingvallavatni um helgina. Mikill öldugangur var í vatninu og leitarskilyrði slæm.
Frá leit í Þingvallavatni um helgina. Mikill öldugangur var í vatninu og leitarskilyrði slæm. Mynd/Landsbjörg
Hlé hefur verið gert á leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn um helgina. Leitin bar ekki árangur en kafarar, þar á meðal sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, halda áfram leit á morgun.Gunnar Ingi Friðriksson formaður svæðisstjórnar Árnessýslu segir í samtali við Vísi að leitin í kvöld hafi gengið vel, veður með ágætum og vatnið tært. Um 30 manns úr björgunarsveitum Árnessýslu hófu leit um klukkan sex síðdegis. Leitað var á bátum og gengið í fjörur við sunnanvert vatnið, nánar tiltekið við Ölfusvatnsvík við Villingavatn þar sem bátur mannsins fannst á laugardag.Þá hafa kafarar frá björgunarsveitum á Suðurnesjum leitað í vatninu frá því snemma í morgun og héldu áfram fram á kvöld. Leitin var blásin af á tíunda tímanum en á morgun halda kafarar henni áfram. Þá mun kafarasveit frá sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig kafa við Steingrímsstöð.Gunnar segir að ekkert hafi fundist við leitina í kvöld sem hjálpi til við að finna manninn, hinn 41 árs Björn Debecker. Gengið er út frá því að hann hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina.Lögregla á Suðurlandi hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að bróðir hans væri nú kominn til landsins til að fylgjast með leitinni.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.