Lífið

Ingileif og María Rut eignuðust dreng

Kristín Ólafsdóttir skrifar
María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir.
María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir. FBL/Valli
Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar, eignuðust dreng í nótt. María Rut greinir frá þessu á Instagram-reikningi sínum í kvöld og birtir með myndband af fæðingarsögu þeirra hjóna.

Sjá einnig: Fær ekki að vera skráð móðir barns síns

„Litla ljónið mætir í mannheima. Kl 02:42 í nótt breyttist lífið okkar til frambúðar þegar að litla ljónið okkar kom loksins í faðminn okkar. Hann er stálhraustur, 49 cm á lengd og 3226 grömm,“ skrifar María Rut.

„Ég verð að segja að ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikla áræðni og vinnusemi og ég varð vitni að í nótt. Ingileif tæklaði þetta verkefni af fullum krafti, missti aldrei móðinn og var sannkölluð valkyrja. Konur maður - what a concept! Ég sit hérna á spítalanum og er bókstaflega að rifna úr stolti. Yfir eiginkonunni minni sem ég elska af öllu hjarta og yfir þessu litla lífi sem er bara rétt að kvikna. Hann er guðdómlegur. Lífið er sannarlega rétt að byrja.“

 
 
 
View this post on Instagram
Kl 02:42 í nótt breyttist lífið okkar til frambúðar þegar að litla ljónið okkar kom loksins í faðminn okkar. Hann er stálhraustur, 49 cm á lengd og 3226 grömm. Ég verð að segja að ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikla áræðni og vinnusemi og ég varð vitni að í nótt. Ingileif tæklaði þetta verkefni af fullum krafti, missti aldrei móðinn og var sannkölluð valkyrja. Konur maður - what a concept! Ég sit hérna á spítalanum og er bókstaflega að rifna úr stolti. Yfir eiginkonunni minni sem ég elska af öllu hjarta og yfir þessu litla lífi sem er bara rétt að kvikna. Hann er guðdómlegur. Lífið er sannarlega rétt að byrja Við höfum verið galopnar með þetta ótrúlega ferli frá upphafi. Þannig að hérna er fæðingasagan okkar. Hún var dásamleg

A post shared by María Rut Kristinsdóttir (@mariarut) on Aug 15, 2019 at 11:51am PDT

María og Ingileif hafa greint ítarlega frá meðgöngu- og fæðingarferlinu á samfélagsmiðlum. Þær hafa verið framarlega í baráttu fyrir hinseginréttindum síðustu ár og gengu í það heilaga á Flateyri í fyrrasumar með pompi og prakt. Þær eiga fyrir einn son, Þorgeir, sem María átti úr fyrra sambandi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.