Lífið

Ingileif og María Rut eiga von á barni

Sylvía Hall skrifar
María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir.
María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir. FBL/Valli
Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir eiga von á barni í ágúst næstkomandi. Þær tilkynntu þetta á Facebook í dag en fyrir á María Rut son.

„Við gætum ekki verið spenntari, hamingjusamari og þakklátari fyrir þetta líf sem við eigum,“ segir María Rut í Facebook-færslunni. 

Ingileif og María gengu að eiga hvor aðra við hátíðlega athöfn á Flateyri í júní í fyrra.

María Rut starfar sem aðstoðarkona Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, en Ingileif er dómari og spurningahöfundur í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanum, ásamt því að hafa getið sér gott orð í tónlistarheiminum undanfarin misseri.

„Þrír lukkunnar pamfílar sem hlakka til að verða fimm,“ segir María Rut í færslunni en fjölskyldan ætlar einnig að taka að sér hvolp á næstunni. 

Ingileif deildi einnig tíðindunum á samfélagsmiðlinum Instagram fyrr í dag. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×