Innlent

Minntust látins félaga með lágflugi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vélarnar þrjár lögðu lykkju á leið sína til að fljúga sérstaklega yfir höfuðborgarsvæðið í minningu Sigurvins Bjarnasonar.
Vélarnar þrjár lögðu lykkju á leið sína til að fljúga sérstaklega yfir höfuðborgarsvæðið í minningu Sigurvins Bjarnasonar. Vísir/Vilhelm

Þrjár Boeing-farþegaþotur á vegum Icelandair flugu lágflug yfir höfuðborgarsvæðið í gær.



Vakti það nokkra athygli borgarbúa, þeirra á meðal ráðgjafans Greips Gíslasonar:

Á vefsvæðinu Flugblogg er ástæðan lágflugsins sögð vera útför flugmannsins Sigurvins Bjarnasonar, sem starfaði hjá Icelandair. Hann lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli í lok júlí síðastliðins og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju í gær. Hann var 64 ára gamall og lét eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn



Myndir frá athöfninni og flugleiðum vélanna þriggja, sem allar voru af gerðinni Boeing 757, má sjá hér að neðan.



Vélarnar voru á leið til Keflavíkur; ein frá Kaupmannahöfn, önnur frá Dyflinni og sú þriðja frá Ósló. Eins og sjá má af myndunum lögðu þær allar lykkju á leið sína til að fljúga yfir höfuðborgarsvæðið, ein þeirra flaug jafnvel í heilan hring úti fyrir Álftanesi.


Tengdar fréttir

Óvenju mörg flugslys í ár

Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði.

Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær

Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×