Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna í þrotabú WOW air þar sem forgangskröfur í þrotabúið eru of háar. Skiptastjóri telur líklegt að ágreiningur um kröfur búsins muni enda fyrir dómsstólum. Þetta kom fram á fyrsta skiptafundi WOW air sem haldinn var í dag með helstu kröfuhöfum. Fréttamaður okkar sat fundinn og mun greina frá honum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig fjöllum við um fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann en þar sauð upp úr þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Rætt verður við þingmann Vinstri grænna sem segir dómarann hafa lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið.

Enn einn hitafundurinn var haldinn í Fossvogsskóla í gærkvöldi þar sem foreldrar gagnrýndu vinnubrögð borgarinnar vegna myglu sem kom upp í skólanum. Foreldrar barna við skólann segjast ætla að senda börn sín í aðra skóla verði ekki tekið á málinu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×