Fótbolti

U-beygja hjá Zidane: „Ég treysti á Bale eins og aðra leikmenn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zinedine Zidane er aftur orðinn stjóri Real Madrid.
Zinedine Zidane er aftur orðinn stjóri Real Madrid. vísir/getty
Real Madrid spilar sinn fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætir Celta Vigo á útivelli. Flautað verður til leiks klukkan 15.00.



Lengi vel í sumar var útlit fyrir að Real myndi selja Gareth Bale en hann og Zinedine Zidane, stjóri liðsins, eru ekki sagðir ná vel saman.



Skipti Bale til Kína féllu upp fyrir og því er hann áfram leikmaður Real Madrid er tímabilið hefst í dag. Zidane er ánægður með það, eða segist í það minnsta vera ánægður með það.



„Það leit út fyrir það að Bale myndi fara en hann er hér með okkur. Dínamíkin er að breytast og tímarnir breytast. Nú mun ég treysta á hann eins og aðra leikmenn,“ sagði Zidane.











„Ég mun treysta á alla þá leikmenn sem eru hér. Hann er með sitt sæti og hann er mikilvægur leikmaður og ég vona að allir leikmennirnir geri mér erfitt fyrir að velja liðið.“



Eden Hazard verður ekki í leikmannahópi Real Madrid í dag en hann er meiddur og getur því ekki leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið í spænsku úrvalsdeildinni.



Flautað verður til leiks í Vigo klukkan 15.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.