Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2019 11:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundar með norrænum starfssystkinum sínum á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn nokkurra náttúruverndarsamtaka, nemendafélaga og annarra félagasamtaka skrifa undir bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað er á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og hvetja forsætisráðherra Norðurlandanna til að gera það sama. Í bréfinu er vísað til þess að bresk stjórnvöld hafi nýlega lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því veki það furðu að ekkert Norðurlandanna hafi gert það. Breska þingið lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga í maí. Ályktunin er ekki lagalega bindandi og hún naut ekki stuðnings þáverandi umhverfisráðherra Bretlands. „Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkar um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar,“ segir í því. Vilja þeir sem standa að bréfinu að Katrín noti tækifærið þegar norrænir ráðherrar koma saman til fundar í Reykjavík á þriðjudag til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og „skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð“.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.Rakel Garðarsdóttir, formaður samtakanna Vakanda sem vinna gegn matarsóun, segir við Vísi að stjórnvöld hafi ekki gert nógu mikið til að taka á loftslagsbreytingum af völdum manna. Mikinn tími hafi farið í að ræða málin án aðgerða. Ráðast þurfi í alvöru aðgerðir. Hópar annars staðar á Norðurlöndunum noti tækifærið til að þrýsta á forsætisráðherra sína að lýsa yfir neyðarástandi nú þegar þeir hittast allir á Íslandi. „Auðvitað þarf kjark í það og hugrekki. Þess vegna er fínt ef Norðurlöndin nýta þetta tækifæri sitt, standi saman og taki samstilltar ákvarðanir. Það geta þau gert í næstu viku þegar þeir eru allir á Íslandi saman,“ segir Rakel. Auk Rakelar skrifa undir bréfið Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd, Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Jón Kaldal frá IWF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldskólanema, Eyþór Eðvarðsson frá Votlendissjóði, Jóna Þórey Pétursdóttir, frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Heiður Magný Herbertsdóttir frá Plastlausum september, Tómas Guðbjartsson frá Félagi íslenskra fjallalækna, Steingrímur Þór Ágústsson frá JCI Reykjavík, Pétur Halldórsson frá Ungum umhverfissinum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þorbjörg Sandra Bakke frá Foreldrum fyrir framtíðina og Bára Hólmgeirsdóttir frá Aftur. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Forsvarsmenn nokkurra náttúruverndarsamtaka, nemendafélaga og annarra félagasamtaka skrifa undir bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað er á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og hvetja forsætisráðherra Norðurlandanna til að gera það sama. Í bréfinu er vísað til þess að bresk stjórnvöld hafi nýlega lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því veki það furðu að ekkert Norðurlandanna hafi gert það. Breska þingið lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga í maí. Ályktunin er ekki lagalega bindandi og hún naut ekki stuðnings þáverandi umhverfisráðherra Bretlands. „Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkar um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar,“ segir í því. Vilja þeir sem standa að bréfinu að Katrín noti tækifærið þegar norrænir ráðherrar koma saman til fundar í Reykjavík á þriðjudag til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og „skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð“.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.Rakel Garðarsdóttir, formaður samtakanna Vakanda sem vinna gegn matarsóun, segir við Vísi að stjórnvöld hafi ekki gert nógu mikið til að taka á loftslagsbreytingum af völdum manna. Mikinn tími hafi farið í að ræða málin án aðgerða. Ráðast þurfi í alvöru aðgerðir. Hópar annars staðar á Norðurlöndunum noti tækifærið til að þrýsta á forsætisráðherra sína að lýsa yfir neyðarástandi nú þegar þeir hittast allir á Íslandi. „Auðvitað þarf kjark í það og hugrekki. Þess vegna er fínt ef Norðurlöndin nýta þetta tækifæri sitt, standi saman og taki samstilltar ákvarðanir. Það geta þau gert í næstu viku þegar þeir eru allir á Íslandi saman,“ segir Rakel. Auk Rakelar skrifa undir bréfið Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd, Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Jón Kaldal frá IWF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldskólanema, Eyþór Eðvarðsson frá Votlendissjóði, Jóna Þórey Pétursdóttir, frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Heiður Magný Herbertsdóttir frá Plastlausum september, Tómas Guðbjartsson frá Félagi íslenskra fjallalækna, Steingrímur Þór Ágústsson frá JCI Reykjavík, Pétur Halldórsson frá Ungum umhverfissinum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þorbjörg Sandra Bakke frá Foreldrum fyrir framtíðina og Bára Hólmgeirsdóttir frá Aftur.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira