Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2019 11:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundar með norrænum starfssystkinum sínum á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn nokkurra náttúruverndarsamtaka, nemendafélaga og annarra félagasamtaka skrifa undir bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað er á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og hvetja forsætisráðherra Norðurlandanna til að gera það sama. Í bréfinu er vísað til þess að bresk stjórnvöld hafi nýlega lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því veki það furðu að ekkert Norðurlandanna hafi gert það. Breska þingið lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga í maí. Ályktunin er ekki lagalega bindandi og hún naut ekki stuðnings þáverandi umhverfisráðherra Bretlands. „Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkar um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar,“ segir í því. Vilja þeir sem standa að bréfinu að Katrín noti tækifærið þegar norrænir ráðherrar koma saman til fundar í Reykjavík á þriðjudag til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og „skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð“.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.Rakel Garðarsdóttir, formaður samtakanna Vakanda sem vinna gegn matarsóun, segir við Vísi að stjórnvöld hafi ekki gert nógu mikið til að taka á loftslagsbreytingum af völdum manna. Mikinn tími hafi farið í að ræða málin án aðgerða. Ráðast þurfi í alvöru aðgerðir. Hópar annars staðar á Norðurlöndunum noti tækifærið til að þrýsta á forsætisráðherra sína að lýsa yfir neyðarástandi nú þegar þeir hittast allir á Íslandi. „Auðvitað þarf kjark í það og hugrekki. Þess vegna er fínt ef Norðurlöndin nýta þetta tækifæri sitt, standi saman og taki samstilltar ákvarðanir. Það geta þau gert í næstu viku þegar þeir eru allir á Íslandi saman,“ segir Rakel. Auk Rakelar skrifa undir bréfið Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd, Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Jón Kaldal frá IWF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldskólanema, Eyþór Eðvarðsson frá Votlendissjóði, Jóna Þórey Pétursdóttir, frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Heiður Magný Herbertsdóttir frá Plastlausum september, Tómas Guðbjartsson frá Félagi íslenskra fjallalækna, Steingrímur Þór Ágústsson frá JCI Reykjavík, Pétur Halldórsson frá Ungum umhverfissinum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þorbjörg Sandra Bakke frá Foreldrum fyrir framtíðina og Bára Hólmgeirsdóttir frá Aftur. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Forsvarsmenn nokkurra náttúruverndarsamtaka, nemendafélaga og annarra félagasamtaka skrifa undir bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað er á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og hvetja forsætisráðherra Norðurlandanna til að gera það sama. Í bréfinu er vísað til þess að bresk stjórnvöld hafi nýlega lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því veki það furðu að ekkert Norðurlandanna hafi gert það. Breska þingið lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga í maí. Ályktunin er ekki lagalega bindandi og hún naut ekki stuðnings þáverandi umhverfisráðherra Bretlands. „Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkar um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar,“ segir í því. Vilja þeir sem standa að bréfinu að Katrín noti tækifærið þegar norrænir ráðherrar koma saman til fundar í Reykjavík á þriðjudag til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og „skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð“.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.Rakel Garðarsdóttir, formaður samtakanna Vakanda sem vinna gegn matarsóun, segir við Vísi að stjórnvöld hafi ekki gert nógu mikið til að taka á loftslagsbreytingum af völdum manna. Mikinn tími hafi farið í að ræða málin án aðgerða. Ráðast þurfi í alvöru aðgerðir. Hópar annars staðar á Norðurlöndunum noti tækifærið til að þrýsta á forsætisráðherra sína að lýsa yfir neyðarástandi nú þegar þeir hittast allir á Íslandi. „Auðvitað þarf kjark í það og hugrekki. Þess vegna er fínt ef Norðurlöndin nýta þetta tækifæri sitt, standi saman og taki samstilltar ákvarðanir. Það geta þau gert í næstu viku þegar þeir eru allir á Íslandi saman,“ segir Rakel. Auk Rakelar skrifa undir bréfið Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd, Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Jón Kaldal frá IWF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldskólanema, Eyþór Eðvarðsson frá Votlendissjóði, Jóna Þórey Pétursdóttir, frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Heiður Magný Herbertsdóttir frá Plastlausum september, Tómas Guðbjartsson frá Félagi íslenskra fjallalækna, Steingrímur Þór Ágústsson frá JCI Reykjavík, Pétur Halldórsson frá Ungum umhverfissinum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þorbjörg Sandra Bakke frá Foreldrum fyrir framtíðina og Bára Hólmgeirsdóttir frá Aftur.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira