Segir skýrt að engar kvaðir um sæstreng séu í þriðja orkupakkanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 13:35 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. Það sé enn fremur kýrskýrt að innleiðing orkupakkans feli ekki í sér neinar kvaðir um lagningu sæstrengs. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sérfræðinga sem komu fyrir utanríkismálanefnd í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét kemur fyrir nefndina en hún vann álitsgerð ásamt fleirum um það hvaða lagalegu afleiðingar það hefði í för með sér ef að Alþingi myndi synja um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara með þriðja orkupakkanum. „Það sem að við bendum á er í fyrsta lagi er að löggjöfin myndi þá ekki taka gildi, hvorki gagnvart Íslandi, Noregi né Lictenstein. Sameiginlega EES nefndin myndi þá fresta fjórða viðauka um orku í EES-samningnum til bráðabirða þannig að hluti eða öll löggjöf sem snýr að orkumálum yrði frestað,” segir Margrét. Það gæti haft í för með sér ýmsar afleiðingar. „Það gæti haft ákveðnar efnahagslegar afleiðingar, meðal annars fyrir orkufyrirtæki á Íslandi sem eru að selja upprunaábyrgðir, þá myndi þetta hafa í för með sér ákveðnar pólitískar afleiðingar, gæti sett framkvæmd EES-samningsins í ákveðið uppnám, og það sem kannski mestu máli skiptir er að það er mjög óljóst hver ættu að verða næstu skref.” Þá segir hún afar langsótt að halda því fram að innleiðingin feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs líkt og margir hafa þegar bent á. „Það er alveg kýrskýrt að þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldur á íslenska ríkið til þess að leggja sæstreng og það leggur ekki þær skyldur á íslenska ríkið að heimila einhverjum öðrum einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng,” segir Margrét. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Sjá meira
Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. Það sé enn fremur kýrskýrt að innleiðing orkupakkans feli ekki í sér neinar kvaðir um lagningu sæstrengs. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sérfræðinga sem komu fyrir utanríkismálanefnd í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét kemur fyrir nefndina en hún vann álitsgerð ásamt fleirum um það hvaða lagalegu afleiðingar það hefði í för með sér ef að Alþingi myndi synja um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara með þriðja orkupakkanum. „Það sem að við bendum á er í fyrsta lagi er að löggjöfin myndi þá ekki taka gildi, hvorki gagnvart Íslandi, Noregi né Lictenstein. Sameiginlega EES nefndin myndi þá fresta fjórða viðauka um orku í EES-samningnum til bráðabirða þannig að hluti eða öll löggjöf sem snýr að orkumálum yrði frestað,” segir Margrét. Það gæti haft í för með sér ýmsar afleiðingar. „Það gæti haft ákveðnar efnahagslegar afleiðingar, meðal annars fyrir orkufyrirtæki á Íslandi sem eru að selja upprunaábyrgðir, þá myndi þetta hafa í för með sér ákveðnar pólitískar afleiðingar, gæti sett framkvæmd EES-samningsins í ákveðið uppnám, og það sem kannski mestu máli skiptir er að það er mjög óljóst hver ættu að verða næstu skref.” Þá segir hún afar langsótt að halda því fram að innleiðingin feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs líkt og margir hafa þegar bent á. „Það er alveg kýrskýrt að þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldur á íslenska ríkið til þess að leggja sæstreng og það leggur ekki þær skyldur á íslenska ríkið að heimila einhverjum öðrum einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng,” segir Margrét.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Sjá meira
Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00