Innlent

Handtekin í Gleðigöngunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hin handtekna var fluttur burt í lögreglubifreið.
Hin handtekna var fluttur burt í lögreglubifreið. Vísir/Jóhann K.

Einn var handtekinn í Gleðigöngu Hinsegin daga í við skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gerði konan tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni. Ekki liggur fyrir hverju konan var að mótmæla.

Konan hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu og var því handtekin og flutt af svæðinu í lögreglubifreið. Einnig neitaði hún að segja til nafns og var hún færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.