Fótbolti

Daníel Leó og Aron Elís á skotskónum fyrir Álasund sem er með níu stiga forskot á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Elís Þrándarson var á skotskónum í dag.
Aron Elís Þrándarson var á skotskónum í dag. vísir/getty

Íslendingaliðið Álasund er áfram á toppi norsku B-deildarinnar í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á Sogndal á útivelli í dag.

Sogndal komst yfir og voru 1-0 yfir í hálfleik en varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson jafnaði metin fyrir Álasund á 52. mínútu.

Á 71. mínútu komst Álasund svo yfir með marki frá Aroni Elís Þrándarsyni og þriðja mark Álasund gerði Habib Gueye á 84. mínútu.

Sogndal minnkaði muninn í 3-2 í uppbótartíma en nær komust þeir ekki og öflugur sigur Álasund. Þeir eru á toppnum með 47 stig en annað Íslendingalið, Sandefjord, er í 2. sætinu með 38 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson og Aron Elís spiluðu allan leikinn fyrir Álasund en Davíð Kristján Ólafsson var tekinn af velli í hálfleik. Daníel Leó lék fyrstu 69 mínúturnar.

Viðar Ari Jónsson lék allan tímann fyrir Sandefjord sem gerði 2-2 jafntefli við Skeid á útivelli í sömu deild. Sandefjord jafnaði úr vítaspyrnu á 83. mínútu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.