Fótbolti

Daníel Leó og Aron Elís á skotskónum fyrir Álasund sem er með níu stiga forskot á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Elís Þrándarson var á skotskónum í dag.
Aron Elís Þrándarson var á skotskónum í dag. vísir/getty
Íslendingaliðið Álasund er áfram á toppi norsku B-deildarinnar í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á Sogndal á útivelli í dag.Sogndal komst yfir og voru 1-0 yfir í hálfleik en varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson jafnaði metin fyrir Álasund á 52. mínútu.Á 71. mínútu komst Álasund svo yfir með marki frá Aroni Elís Þrándarsyni og þriðja mark Álasund gerði Habib Gueye á 84. mínútu.Sogndal minnkaði muninn í 3-2 í uppbótartíma en nær komust þeir ekki og öflugur sigur Álasund. Þeir eru á toppnum með 47 stig en annað Íslendingalið, Sandefjord, er í 2. sætinu með 38 stig.Hólmbert Aron Friðjónsson og Aron Elís spiluðu allan leikinn fyrir Álasund en Davíð Kristján Ólafsson var tekinn af velli í hálfleik. Daníel Leó lék fyrstu 69 mínúturnar.Viðar Ari Jónsson lék allan tímann fyrir Sandefjord sem gerði 2-2 jafntefli við Skeid á útivelli í sömu deild. Sandefjord jafnaði úr vítaspyrnu á 83. mínútu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.