Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Rætt verður við vísindamennina í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, sem segir ekki útilokað að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt eftir að viðkvæm, persónugreinanleg gögn um nemendur komust í hendur óviðkomandi.

Í fréttatímanum skellum við okkur að sjálfsögðu í gleðigönguna og smökkum lúsmýsís á ísdegi Kjörís í Hveragerði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×