Innlent

Prjónar aðallega út í loftið

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Jóhanna Dröfn Jónsdóttir, til vinstri, er  95 ára prjónakona og aldursforsetinn í hópnum
Jóhanna Dröfn Jónsdóttir, til vinstri, er 95 ára prjónakona og aldursforsetinn í hópnum Mynd/Stöð 2

Hópur kvenna hefur í sumar prjónað yfir hundrað og þrjátíu flíkur sem gefnar verða í gott málefni. Sú elsta í hópnum er 95 ára en lætur ekki skerta sjón stoppa sig og gefur hinum yngri ekkert eftir við prjónaskapinn.

Tvisvar í viku koma nokkrar konur sem búsettar eru í Furugerði í Reykjavík saman og prjóna húfur, vettlinga, peysur og trefla. Garnið fá þær gefins frá vinum, vandamönnum og öðrum velunnurum.

Flíkurnar eru síðan gefnar til ýmissa hjálparstofnana sem koma þeim áleiðis til þeirra sem á þurfa að halda. Síðan í vor hafa þær prjónað hvorki meira né minna en 134 flíkur sem voru til sýnis í dag.

Jóhanna Dröfn Jónsdóttir, 95 ára prjónakona og aldursforsetinn í hópnum, segist ekki hafa haldið tölu yfir fjölda flíkanna sem hún hefur prjónað í sumar.

 „Ég prjóna nú bara mest út í loftið,“ segir Jóhanna og bætir við að sjónin sé aðeins farin að hrella hana. Hún njóti þó góðs af aðstoð „vinnukonunnar“ sinnar sem hjálpar henni ef hún missir lykkju.

Viðtal við Jóhönnu má sjá í spilaranum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.