Innlent

Enginn með alla rétta í hundrað milljón króna lottó-útdrætti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Potturinn verður áttfaldur næst.
Potturinn verður áttfaldur næst. Vísir/Stefán

Enginn var með allar lottótölurnar réttar í Lottó 5/40 þegar dregið var í kvöld. Það var til mikils að vinna en rétt rúmlega 100 milljónir voru í boði fyrir þann sem hefði verið með allar tölur réttar.

Lottótölurnar að þessu sinni voru 7-15-17-22-33 og bónustalan var 1. Potturinn var að þessu sinni sjöfaldur en þar sem enginn var með allar tölur réttar verður næsti pottur áttfaldur. Er það afar sjaldgæft en fyrsti áttfaldi potturinn leit dagsins ljós í desember árið 2013 og var þá potturinn 125 milljónir.

Tíu miðaeigendur skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra 112.500 krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá N1, Stórahjalla, Kópavogi, N1, Háholti, Mosfellsbæ, Lukku láka, Mosfellsbæ, Kvikk, Kleppsvegi, Reykjavík, Hagkaup, Skeifunni, Reykjavík, einn í áskrift og 4 á Lotto.is

Einn var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum og hlýtur hann 2 milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Kúlunni, Réttarholtsvegi 1, Reykjavík.

Tíu voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hljóta þeir 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá N1, Hveragerði, Mini Market, Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði, Happahúsið, Kringlunni, Reykjavík, Póló, Bústaðavegi, Reykjavík, N1, Hrútafirði, Olís, Norðlingaholti, Reykjavík, Olí, Ólafsfirði, Olís, Reyðarfirði, Lotto.is og í Lotto-appið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.