Innlent

Leituðu að manni vopnuðum haglabyssu í Breiðholti

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Götum var lokað við Krummahóla og Lóuhóla á meðan leit stóð yfir.
Götum var lokað við Krummahóla og Lóuhóla á meðan leit stóð yfir. Vísir/Jóhann K.

Sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu leituðu að vopnuðum manni í Breiðholti í kvöld og fyrri part nætur.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan ellefu í kvöld um að maður með haglabyssu væri á ferð í hverfinu.

Tilkynningin var tekin mjög alvarlega og var viðbúnaður sérsveitar og lögreglu í samræmi við hana. Ítarleg leit stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund en skilaði ekki árangri. Þá var farið yfir myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og skilaði það heldur ekki árangri.

Á meðan aðgerðum stóð var götum lokað tímabundið við Krummahóla. Aðgerðum er nú lokið

Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum við Krummahóla og Orrahóla Vísir/Jóhann K.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.