Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 11:30 Áróðursmynd sem fylgir einni keyptu færslnanna. Á henni sést Adolf Hitler yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík með áróðri gegn fjölmenningu. Skjáskot Hópur nafnlausra íslenskra nasista beinir nú keyptum auglýsingum að yngra fólki á samfélagsmiðlinum. Í einni auglýsinganna sést andlit Adolfs Hitler en í þeim er rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða“. Keyptu Facebook-færslurnar koma frá síðu sem kallar sig „Síðasta vígið“. Hún virðist hafa verið stofnuð í gær. Á síðunni er hlekkjað á vefsíðu hópsins Norðurvígis sem virðist vera hópur íslenskra nasista. Þar kemur fram að hugsjónir hópsins séu meðal annars að „stuðla að brottför meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum [svo] uppruna eins fljótt og mögulegt er“. Kennir hópurinn sig við norræna mótstöðuhreyfingu. Í stefnuskránni birtist einnig andúð á gyðingum sem eru sagðir „stjórna stórum hluta þessa heims“. Á Facebook kemur fram að keyptu færslunum sé beint að fólki 42 ára og yngra sem býr eða hefur verið nýlega á Íslandi. Í einni þeirra sést mynd af andliti Adolfs Hitler, leiðtoga þriðja ríkis nasista í Þýskalandi, voma yfir Reykjavík. „Hvert þykistu vera að fara hvíti maður? Viltu fjölmenningu eða norrænt þjóðríki,“ segir í texta á myndinni. Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Norðurvígis eða á Facebook-síðunni Síðasta vígið hver stendur að hópunum eða hver fjármagnar keyptar færslur á samfélagsmiðlum. Fyrirspurn sem Vísir sendi í gegnum vefsíðu Norðurvígis var ekki svarað strax.Dæmi um keypta færslu frá hópi sem íslenskir nasistar virðast halda úti. Færslan birtist Facebook-notendum í yngri kantinum á Íslandi.Skjáskot Facebook Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Hópur nafnlausra íslenskra nasista beinir nú keyptum auglýsingum að yngra fólki á samfélagsmiðlinum. Í einni auglýsinganna sést andlit Adolfs Hitler en í þeim er rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða“. Keyptu Facebook-færslurnar koma frá síðu sem kallar sig „Síðasta vígið“. Hún virðist hafa verið stofnuð í gær. Á síðunni er hlekkjað á vefsíðu hópsins Norðurvígis sem virðist vera hópur íslenskra nasista. Þar kemur fram að hugsjónir hópsins séu meðal annars að „stuðla að brottför meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum [svo] uppruna eins fljótt og mögulegt er“. Kennir hópurinn sig við norræna mótstöðuhreyfingu. Í stefnuskránni birtist einnig andúð á gyðingum sem eru sagðir „stjórna stórum hluta þessa heims“. Á Facebook kemur fram að keyptu færslunum sé beint að fólki 42 ára og yngra sem býr eða hefur verið nýlega á Íslandi. Í einni þeirra sést mynd af andliti Adolfs Hitler, leiðtoga þriðja ríkis nasista í Þýskalandi, voma yfir Reykjavík. „Hvert þykistu vera að fara hvíti maður? Viltu fjölmenningu eða norrænt þjóðríki,“ segir í texta á myndinni. Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Norðurvígis eða á Facebook-síðunni Síðasta vígið hver stendur að hópunum eða hver fjármagnar keyptar færslur á samfélagsmiðlum. Fyrirspurn sem Vísir sendi í gegnum vefsíðu Norðurvígis var ekki svarað strax.Dæmi um keypta færslu frá hópi sem íslenskir nasistar virðast halda úti. Færslan birtist Facebook-notendum í yngri kantinum á Íslandi.Skjáskot
Facebook Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira