Fótbolti

Anna Rakel spilaði allan leikinn í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anna Rakel Pétursdóttir.
Anna Rakel Pétursdóttir. vísir/bára
Anna Rakel Pétursdóttir spilaði allan leikinn fyrir Linköping þegar liðið fékk Vittsjö í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.Sænska landsliðskonan Lina Hurtig kom Linköping yfir snemma leiks og staðan 1-0 allt þar til á 75.mínútu þegar Tove Almquist jafnaði fyrir gestina.Anna Rakel og stöllur hennar voru ekki lengi að ná forystunni aftur því norska landsliðskonan Frida Leonhardsen kom Linköping í 2-1 á 83.mínútu og urðu það lokatölur leiksins.Linköping er í 5.sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 leiki en þetta er fyrsta tímabil Önnu Rakelar í atvinnumennsku. Hún lék með Þór/KA hér á landi áður en hún gekk í raðir Linköping síðasta haust.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.