Fótbolti

Neymar hvergi sjáanlegur þegar PSG tapaði í fyrsta útileiknum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld vísir/getty

Brasilíska ofurstjarnan Neymar var ekki í leikmannahópi PSG í kvöld þegar liðið heimsótti Rennes í annarri umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Ekki frekar en í fyrstu umferðinni þegar PSG vann 3-0 sigur á Nimes.

Edinson Cavani var hins vegar á sínum stað í fremstu víglínu PSG og kom þeim yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Mbaye Niang náði hins vegar að jafna metin fyrir Rennes á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Heimamenn náðu svo forystunni á 48.mínútu þegar Romain Del Castillo skoraði eftir undirbúning undrabarnsins Eduardo Camavinga. Reyndist það sigurmark leiksins.

Flestir fréttir af PSG þessa dagana tengjast framtíð Neymar en hann hefur krafist þess að fá að yfirgefa félagið og hefur látið öllum illum látum til að fá vilja sínum framgengt en talið er líklegt að hann gangi í raðir Barcelona eða Real Madrid á næstu dögum.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.