Fótbolti

Coutinho kynntur hjá Bayern á morgun?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stutt stopp í Barcelona
Stutt stopp í Barcelona vísir/getty

Allt bendir til þess að brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho verði kynntur sem nýr leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern Munchen á morgun.

Coutinho yfirgaf Liverpool til að ganga í raðir Barcelona í ársbyrjun 2018 og talaði þá um Barcelona sem félag drauma sinna. Nú virðist hann hins vegar vera að yfirgefa Katalóniurisann fyrir þýsku meistarana.Coutinho var ekki í leikmannahópi Barcelona þegar liðið beið lægri hlut fyrir Athletic Bilbao í 1.umferð La Liga á föstudagskvöld og var mættur til Munchen í morgun.

Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi gekkst Coutinho undir læknisskoðun í dag og ef ekkert slæmt hefur komið í ljós þar má ætla að hann verði kynntur til leiks hjá Þýskalandsmeisturunum á morgun.

Coutinho hefur skorað 21 mark í 76 leikjum með Barcelona en hann mun verða lánaður fyrst um sinn með ákvæði um forkaupsrétt Bayern á þessum 27 ára gamla leikmanni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.