Enski boltinn

Segir tímann undir Sarri hræðilegan og vill gleyma síðasta árinu hjá Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Cahill á varamannabekknum hjá Crystal Palace í gær.
Gary Cahill á varamannabekknum hjá Crystal Palace í gær. vísir/Getty
Gary Cahill yfirgaf Chelsea í sumar og gekk í raðir Crystal Palace en hann hafði leikið með þeim bláklæddu frá Lundúnum í sjö ár.Cahill var lykilmaður í mörgum liðum Chelsea þangað til á síðustu leiktíð er hann braust aldrei inn í byrjunarliðið. Maurizio Sarri hafði engan áhuga á að nota Englendinginn og Cahill vildi burt.Hann var lengi vel samningslaus í sumar en gekk svo í raðir Roy Hodgson og lærisveina hjá Crystal Palace. Hann var ónotaður varamaður í 1-0 tapi Palace gegn Sheffield United í gær.„Ég held að þú hafir ekki séð það utan frá hversu erfitt þetta var. Þetta er eitthvað sem ég vil aldrei verða vanur,“ sagði varnarmaðurinn knái.„Ég spilaði stórt hlutverk í öllum öðrum tímabilunum svo þetta var skrýtið. Þetta var hræðilegt ár en ég minnist ekki þessa árs hjá félaginu. Ég minnist keppnistímabilana þar á undan og hversu vel gekk þar.“„Þetta var alltaf að fara enda á þann veg að ég myndi fara. Þetta gekk of langt. Sérstaklega með stjórann þarna var þetta alltaf að fara gerast. Þegar þú spilar ekki tvo eða þrjá leiki í röð verður erfitt að brjótast inn í liðið.“„Ég fékk ekki það tækifæri en ég yfirgaf félagið eftir að hafa eignasst frábæra vini, starfsfólkið og leikmennirnir eru stórkostlegir. Ég yfirgef félagið með frábærar minningar.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.