Fótbolti

Síðasta tilboð Real í Neymar hljóðar upp á 150 milljónir punda og James Rodriguez

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar á æfingu PSG á dögunum þar sem hann er ekki í myndinni á meðan fé
Neymar á æfingu PSG á dögunum þar sem hann er ekki í myndinni á meðan fé vísir/getty

Real Madrid er að undirbúa tilboð í brasilísku stórstjörnuna Neymar og það verður síðasta tilboðið sem spænska stórliðið mun gera í Neymar.

Nokkrum tilboðum Real í Brassann hefur verið hafnað og nú eru forráðamenn Real að gefast upp á PSG. Þeir hafa lagt sitt síðasta tilboð á borðið og verði því hafnað gera þeir ekki annað tilboð.

Nú hljóðar tilboðið upp á 150 milljónir punda og í auki myndi PSG fá James Rodriguez sem er ekki í framtíðarplönum Zinedine Zidane, stjóra Real. PSG hefur ekki svarað tilboðinu en spænski miðillinn AS greinir frá.

Real Madrid eru ekki einir um Neymar því erkifjendur þeirra í Barcelona vilja einnig klófesta hann. Forráðamenn Barcelona eru sagðir vongóðir um að fá Neymar á láni út leiktíðina.

Eftir eitt ár á láni myndi Barcelona svo kaupa hann næsta sumar en hann lék einmitt með félaginu frá 2013 til 2017.

Neymar var ekki í leikmannahópi PSG í gærkvöldi sem tapaði fyrir 2-1 fyrir Rennes á útivelli en hann mun væntanlega ekki spila með frönsku meisturunum á meðan félagaskiptaglugginn er opin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.