Innlent

Blaða­manna­fundur Katrínar Jakobs­dóttur og Angelu Merkel

Tinni Sveinsson skrifar
Katrín byrjaði fundinn á því að bjóða Merkel velkomna og greina frá því að þær hittust á Þingvöllum vegna þess að Merkel hefði sérstaklega beðið um að fá að njóta náttúru Íslands.
Katrín byrjaði fundinn á því að bjóða Merkel velkomna og greina frá því að þær hittust á Þingvöllum vegna þess að Merkel hefði sérstaklega beðið um að fá að njóta náttúru Íslands. Vísir
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum.

Merkel er sérstakur gestur árlegs sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna sem fram fer í Hörpu og Viðey á morgun. Loftslagsmál, málefni norðurslóða, jafnréttismál og öryggismál verða meðal annars á dagskrá árlegs samfundar ráðherranna.

Merkel er gestur fundarins í boði Katrínar Jakobsdóttur. Þær hafa fundað í tvígang áður, í mars í fyrra og aftur síðasta sumar.

Klippa: Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel

Tengdar fréttir

Leiðtogar koma til landsins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands.

Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi

Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála.

Þaulsætni kanslarinn

Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×