Íslenski boltinn

„Ef hún heldur áfram að spila og miðað við tölfræðina þá mun hún ná Olgu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Margrét Lára fagnar marki í leiknum gegn Stjörnunni.
Margrét Lára fagnar marki í leiknum gegn Stjörnunni. vísir/daníel
Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji Vals, skoraði þrjú mörk er Valur vann 5-1 útisigur á Stjörnunni á þriðjudagskvöldið en með mörkunum er Margrét komin með 202 mörk í efstu deild.

Það er einungis Olga Færseth sem er kominn með fleiri mörk en Margrét Lára í efstu deild á Íslandi en Olga hefur skorað 269 mörk í efstu deild Íslandsmótsins.

Pepsi Max-mörk kvenna voru á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi en þar var farið yfir þetta magnaða afrek Margrétar.

„Ef hún heldur áfram að spila og miðað við tölfræðina þá mun hún ná henni. Hún virðist eiga nóg inni en hún lét þannig að hún ætlaði ekki að spila svo lengi,“ sagði Gunnar Borgþórsson, einn spekingur þáttarins.

„Ef Olga væri enn að spila þá væri talan 400. Olga er ótrúleg og heldur þessu meti eitthvað áfram. Það er rétt hjá Margréti að Olga á það skilið enda frábær leikmaður,“ sagði hinn spekingurinn, fyrrum landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir.

Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Margréti Láru



Fleiri fréttir

Sjá meira


×