Stoðþjónustu vantar fyrir skóla í strjálbýlli byggð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. ágúst 2019 13:24 Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Skólakerfið á strjálbýlli stöðum á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að nauðsynlegri stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfi að auka samvinnu sveitarfélaga almennt svo hægt sé að sinna þessari þjónustu. Þá þurfi að auka lesefni sem höfði til drengja. Hlutfallslega fleiri ungmenni hverfa frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skýrslu norrænu fræðastofnunarinnar sem sagt var frá í fréttum í gær. Þá eru hlutfallslega fleiri ungmenni hvorki í vinnu eða námi í dreifbýli en þéttbýlinu. Loks eru strákar og ungmenni að erlendum uppruna líklegri til að tilheyra báðum þessum hópum en aðrir. Fram kom að ríflega þriðjungur ungmenna hverfur frá námi á landsbyggðinni sem er mun hærra hlutfall en í höfuðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun sagði enn fremur að þetta samræmdist þeim rannsóknum sem stofnunin hefði áður séð. Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að mögulega megi rekja ástæður fyrir þessum mun til þess að hluti menntastofnana á landsbyggðinni hafi ekki aðkomu að stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum. „Fyrir yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996 voru reknar skólaskrifstofur á vegum ríkisins í öllum landshlutum. Eftir yfirfærsluna er ákveðið tómarúm í kerfinu og spurning hvernig hægt að fylla það. aukin samvinna sveitarfélaga í skólamálum er klárlega eitthvað sem vert væri að skoða í þessu samhengi,“ segir Guðjón Bragason. Þá skorti einnig upp á stoðþjónustu í framhaldsskólum. „Heilt yfir er stoðþjónusta í framhaldsskólum er heilt yfir ekki nægilega öflug og við höfum lengi bent á það að það eru í raun gerðar meiri kröfur til sveitarfélaga heldur til framhaldsskólanna sem ríkið ber náttúrulega ábyrgð á það gildir ekki bara á landsbyggðinni.“ Hann segir einnig að verið sé að vinna að lausnum fyrir drengi í skólakerfinu eins og að auka lesefni sem þeir hafi áhuga á. „Kannski [er] lögð meiri áhersla á að strákum gangi vel í íþróttum en skóla og þá beinist kastljósið líka að foreldrum.“ Síðastliðinn vetur var gerð úttekt á menntastefnunni og er nú verið að ákveða næstu skref í menntamálaráðuneytinu en Samband íslenskra sveitarfélaga og kennarasambandið koma einnig að því. Guðjón býst við að niðurstöður úr þeirri vinnu sé að vænta í vetur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Skólakerfið á strjálbýlli stöðum á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að nauðsynlegri stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfi að auka samvinnu sveitarfélaga almennt svo hægt sé að sinna þessari þjónustu. Þá þurfi að auka lesefni sem höfði til drengja. Hlutfallslega fleiri ungmenni hverfa frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri skýrslu norrænu fræðastofnunarinnar sem sagt var frá í fréttum í gær. Þá eru hlutfallslega fleiri ungmenni hvorki í vinnu eða námi í dreifbýli en þéttbýlinu. Loks eru strákar og ungmenni að erlendum uppruna líklegri til að tilheyra báðum þessum hópum en aðrir. Fram kom að ríflega þriðjungur ungmenna hverfur frá námi á landsbyggðinni sem er mun hærra hlutfall en í höfuðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun sagði enn fremur að þetta samræmdist þeim rannsóknum sem stofnunin hefði áður séð. Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að mögulega megi rekja ástæður fyrir þessum mun til þess að hluti menntastofnana á landsbyggðinni hafi ekki aðkomu að stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum. „Fyrir yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996 voru reknar skólaskrifstofur á vegum ríkisins í öllum landshlutum. Eftir yfirfærsluna er ákveðið tómarúm í kerfinu og spurning hvernig hægt að fylla það. aukin samvinna sveitarfélaga í skólamálum er klárlega eitthvað sem vert væri að skoða í þessu samhengi,“ segir Guðjón Bragason. Þá skorti einnig upp á stoðþjónustu í framhaldsskólum. „Heilt yfir er stoðþjónusta í framhaldsskólum er heilt yfir ekki nægilega öflug og við höfum lengi bent á það að það eru í raun gerðar meiri kröfur til sveitarfélaga heldur til framhaldsskólanna sem ríkið ber náttúrulega ábyrgð á það gildir ekki bara á landsbyggðinni.“ Hann segir einnig að verið sé að vinna að lausnum fyrir drengi í skólakerfinu eins og að auka lesefni sem þeir hafi áhuga á. „Kannski [er] lögð meiri áhersla á að strákum gangi vel í íþróttum en skóla og þá beinist kastljósið líka að foreldrum.“ Síðastliðinn vetur var gerð úttekt á menntastefnunni og er nú verið að ákveða næstu skref í menntamálaráðuneytinu en Samband íslenskra sveitarfélaga og kennarasambandið koma einnig að því. Guðjón býst við að niðurstöður úr þeirri vinnu sé að vænta í vetur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. 31. júlí 2019 19:00